Vígsla nýju skólalóðarinnar
Í dag var skólalóð Akurskóla vígð eftir gagngerar endurbætur á 20. starfsári skólans. Athöfnin fór fram í frábæru veðri og mættu allir nemendur og starfsfólk á lóð skólans þar sem skólastjóri flutti stutt ávarp. Nemendur léku sér svo í góðviðrinu í nýju leiktækjunum. Endurbætur þessar eru hluti af áætlun bæjaryfirvalda um að endurgera allar alla skólalóðina ásamt því að endurgera fleiri skólalóðir í bænum.
Nýja skólalóðin er hönnuð með fjölbreyttum leiksvæðum og aðstöðu sem getur nýst til útikennslu.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.