Nemendafélag
Í Akurskóla er starfrækt nemendafélag sem skipað er nemendum í 8. – 10. bekk. Nemendur velja sjálfir að vera í nemendefélagi. Í stjórn nemendafélagsins sitja: formaður, varaformmaður, markaðsstjóri, ritari og viðburðastjórar. Í upphafi skólaárs kjósa allir nemendur í 7.-10.bekk formann, varaformann og markaðsstjóra úr þeim hópi nemenda sem bjóða sig fram í þær stöður. Nemendafélagið kýs nemendur úr sínum röðum til að gegna stöðu gjaldkera, ritara og viðburðastjóra.
Hlutverk nemendafélagsins er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Formaður og fulltrúi nemendaráðs eru áheyrnarfulltrúar nemenda í skólaráði. Einnig situr formaður ásamt varaformanni í ungmennaráði Reykjanesbæjar.
Stjórn nemendafélags Akurskóla skólaárið 2024 – 2025
Formaður: Jóhann Guðni Víðisson
Varaformaður: Linda Líf Hinriksdóttir
Gjaldkeri: Emelía Bjarnveig Skúladóttir
Markaðsstjóri: Maja Kuzmicka
Ritari: Eyþór Snorri Ragnarsson
Viðburðastjórar: Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir og Marika Maja Scislowicz
Sjoppustjórar: Lúkas Liew Jóhannesson og Guðdís Malín Magnúsdóttir
Starfsáætlun
Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir unglingastig á skólaárinu: kökukeppni, gistinótt nemendaráðs, sér um skólapeysur, snúðanesti og margt fleira. Einnig verður nemendafélagið með dagskrá í frímínútum og í hádeginu af og til fyrir unglingastigið.
Nemendafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir yngri nemendur skólans. Til að mynda böll, útileiki, magnaða mánudaga og kósýkvöld þar sem m.a. verður farið í leiki, dansað og haft gaman.
Sameiginlegir viðburðir eru haldnir fyrir 5. – 7. bekk á vegum Fjörheima. Frítt er inn á alla viðburði en sælgæti og gos er til sölu í sjoppu á staðnum. Sameiginlegir viðburðir fyrir unglingastig eru mót og keppnir eins og Gettu enn betur, dodgeball- og fótboltamót. Akurskóli tekur einnig þátt í Skólahreysti og Grunnskólamótinu í sundi.
Allir viðburðir á vegum nemendafélagsins eru vímuefnalausir en rannsóknir sýna að áhrif jafningjahópsins eru mikil í lífi unglinga og því skiptir miklu máli að ungir sem aldnir standi saman að því að skapa heilbrigða unglingamenningu.
Nemendafélagssáttmálinn 2024-2025
Fulltrúar í nemendafélagi Akurskóla hafa komið sér samanum um eftirfarandi sáttmála.
Fulltrúar í nemendafélaginu:
· eru fyrirmyndir fyrir aðra nemendur skólans bæði innan hans og utan
· fara eftir reglum skólans í einu og öllu
· taka virkan þátt í félags- og skólastarfi og hvetja aðra nemendur til þátttöku
· mæta á nemendafélagsfundi og taka virkan þátt í umræðum og verkefnum á fundum
· skipuleggja fjölbreytta viðburði, sjá um útfærslu og frágang að þeim loknum
· koma fram við aðra nemendur og starfsfólk af virðingu
· gæta hagsmuna allra nemenda skólans
· eru talsmenn nemenda, koma hugmyndum og ábendingum þeirra á framfæri
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.