Skólaheilsugæsla
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.
Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemanda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
Skólahjúkrunarfræðingar Akurskóla eru: Guðfinna Eðvarðsdóttir og Anna Stefánsdóttir
Viðverutími þeirra er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 10.00 – 13.00
Netfang Guðfinnu er gudfinna.edvardsdottir@hss.is
Netfang Önnu er anna.stefansdottir@hss.is
Reglubundnar skoðanir og bólusetningar.
1.bekkur: Sjónpróf, hæðar -og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning: Ef börn eru ekki fullbólusett samkvæmt tilmælum Landlæknis.
4.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan.
7.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetningar: Mislingar, hettusótt og rauðir hundar (ein sprauta) og HPV gegn leghálskrabbameini hjá stúlkum(2 sprautur með 6 mánaða millibili).
9.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning : Mænusótt, barnaveiki, stífkrampi og kíghósti ( ein sprauta).
6H heilsunnar – Heilbrigðisfræðsla/ forvarnir: Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni.
Lyfjagjafir
Foreldrar skulu óska eftir lyfjagjöf á skólatíma skriflega hjá ritara. Foreldrar skulu afhenda lyf sjálfir til skóla og í samráði við starfsfólk skóla ákveða hvernig haga skuli lyfjagjöf. Sá sem er ábyrgur fyrir lyfjagjöf skal gæta viðeigandi ráðstafanna þegar lyf fer að skorta. Lyf skulu geymd í læstri, öruggri hirslu í skólanum.
Í undantekningatilfellum mega börn sjá um sínar lyfjagjafir sjálf, t.d. insúlín eða adrenalín (EpiPen). Einnig mega unglingar hafa dagsskammt af verkjalyfjum meðferðis ef þörf er á, t.d. vegna tíðarverkja. Er það alltaf mat forráðamanna hvort þau geti borið ábyrgð á þeim sjálf.
Slys og veikindi
Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar viti af börnum sem eru með langvinnan og/eða lífshættulegan sjúkdóm, s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki, blæðingarsjúkdóma og fleira.
Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu.
Ekki er ætlast til að skólahjúkrunarfræðingur sinni óhöppum sem gerast utan skóla.
Lús
Mikilvægt er að foreldrar kembi og/eða leiti að lús í hári barna sinna reglulega t.d. vikulega. Ef lús finnst í hári er mikilvægt að foreldrar láti vita í skólann svo hægt sé að senda út tilkynningu um það heim til annarra foreldra.
- Beiðni um leyfi
- Eyðublöð
- Innritun
- Læsisstefna Reykjanesbæjar
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Mötuneyti og matseðill
- Nemendaráðgjafi
- Persónuverndarstefna Akurskóla
- Röskun á skólastarfi vegna veðurs
- Skólaheilsugæsla
- Stoðþjónusta - Verklagsreglur
- Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Akurskóla
- Valgreinar
- Viðbrögð við vá
- Viðbrögð gegn einelti
- Viðbrögð vegna flensufaraldurs
- Viðmið um mætingar
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.