Röskun á skólastarfi vegna veðurs
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Viðvaranir eru í litum í samræmi við hættustig veðurs
Áhrif óveruleg á daglegar athafnir. Grænar viðvaranir eru ekki gefnar út sem upphafsviðvörun, eingöngu til að gefa til kynna að veður hefur gengið niður eða spá hefur breyst svo mikið að útgefnar viðvaranir eru afturkallaðar með grænni viðvörun.
Gul viðvörun
Spáð er veðri sem getur haft talsverð samfélagsleg áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Áhrif á innviði, þjónustu og samgöngur á landi geta orðið talsverð en eru líkleg til að verða staðbundin. Slík veður eru nokkuð algeng og krefjast árvekni við skipulagningu þjónustu, atburða og ferða.
Gul viðvörun getur einnig verið gefin út fyrir tiltekin spásvæði til vara við mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann. Gangi spár eftir eru miklar líkur á að viðvörunargildi hækki þegar nær dregur.
Appelsínugul viðvörun
Spáð er veðri sem getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi ef aðgát er ekki höfð. Áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og í lofti geta orðið miklar. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári og krefjast sérstakra viðbragða og árvekni við skipulagningu þjónustu og í daglegum athöfnum almennings.
Rauð viðvörun
Spáð er einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum sem munu hafa mjög mikil og víðtæk samfélagsleg áhrif. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið ógnar lífi. Viðbúið að samgöngur falli niður og aðgengi að innviðum og þjónustu skerðist verulega. Veður sem þessi eru sjaldgæf og krefjast umfangsmikilla aðgerða sem hefta þjónustu og daglegt líf almennings.
- Beiðni um leyfi
- Eyðublöð
- Innritun
- Læsisstefna Reykjanesbæjar
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Mötuneyti og nesti
- Nemendaráðgjafi
- Persónuverndarstefna Akurskóla
- Röskun á skólastarfi vegna veðurs
- Skólaheilsugæsla
- Stoðþjónusta - Verklagsreglur
- Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Akurskóla
- Valgreinar
- Viðbrögð við vá
- Viðbrögð gegn einelti
- Viðbrögð vegna flensufaraldurs
- Viðmið um mætingar

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.