Um skólann
Akurskóli hóf starfsemi haustið 2005. Skólinn var formlega vígður 9. nóvember 2005.
Akurskóli er staðsettur í Innri-Njarðvík en nafn skólans er dregið af Akurskóla sem var byggður árið 1891, skólahald stóð þar fram til ársins 1906. Lýsing Kristjáns Sveinssonar höfundar Sögu Njarðvíkur á skólahúsinu sem reist var í samvinnu góðtemplarastúkunnar Djörfungar og hreppsins er svohljóðandi:
“Þetta hús var 6,3 m á lengd og 3,1-3,8 metrar á breidd. Lítill skúr var áfastur við norðausturgafl hússins. Þakið var járnklætt en veggirnir pappalagðir og voru tveir sex rúðu gluggar á suðvesturgaflinum. Var aðalhúsið haft fyrir kennslustofu, en skúrbyggingin fyrir kennarann og kennsluáhöldin. Húsið þótti ekki sem best fallið sem skólahúsnæði, enda var það ekki einangrað og gisið. Það var því kalsasamt og trekkfull ef eitthvað var að veðri.“
Segir sagan að Árni Pálsson kennari hafið oft tekið nemendur heim til sín og kennt nemendum þar þegar kalt var í verðri en Árni bjó í Narfakoti og sinnti barnakennslu í Njarðvík frá árinu 1894 og þar til hann andaðist árið 1900.
Skólastjórar og aðstoðarskólastjórar frá upphafi skólans:
Skólastjórar | |
2012- | Sigurbjörg Róbertsdóttir |
2005-2012 | Jónína Ágústsdóttir |
Aðstoðarskólastjórar | |
2019- | Þormóður Logi Björnsson |
2014-2019 | Gróa Axelsdóttir |
2012-2014 | Bryndís Guðmundsdóttir |
2011-2012 | Halldóra K. Magnúsdóttir |
2008-2011 | Lars Jóhann Imsland |
jan 2008 – mars 2008 | Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir |
2005 – des 2007 | Dröfn Rafnsdóttir |
- Frístundaheimilið
- Lindin - sértækt námsúrræði
- Opnunartími
- Símenntunaráætlun
- Sjálfsmat
- Skóladagatal
- Skólahverfi Akurskóla
- Skólareglur
- Skólasöngur
- Starfsfólk
- Stefna skólans
- Stjórnun
- Tengiliðir farsældar
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.