Skóladagatal

Skóladagatal 2024-2025. Birt í apríl 2024 með fyrirvara um breytingar. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki og skólaráði og staðfest í menntaráði Reykjanesbæjar. 

Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og annara viðburða. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Akurskóla verða tíu uppbrotsdagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með gráum lit á skóladagatalinu. Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum.

Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Setning Ljósanætur (5. september), Ólympíuhlaup ÍSÍ (10. september), Þema (27., 28. og 29. október, 3. og 4. júní), Fullveldisdagurinn (1. desember), Þrettándinn haldinn hátíðlegur (6. janúar) og Undirbúningur árshátíðar (3. apríl).

Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum er átt við daga þar sem skólastarf er skert og nemendur dvelja oft skemur í skólanum en stundatafla segir til um. Í Akurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með dökkgrænum lit á skóladagatalinu.

Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum nema á jólahátíð (20. desember), árshátíð (4. apríl) og skólaslitum (6. júní).

Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.

 

Sérstakir dagar

Starfsdagar

Kennarar og annað starfsfólk skólans mæta til starfa mánudaginn 15. ágúst og vinna fyrstu sex dagana að undirbúningi og skipulagi skólastarfsins. Aðrir starfsdagar á skólaárinu eru: 21. nóvember, 16. janúar, 20. febrúar, 7. apríl og 14. maí.

Eftir að nemendur ljúka skóla að vori eru starfsdagar kennara 10. og 11. júní.

Frístundaskólinn Akurskjól er lokaður á starfsdögum.

 

Skólasetning

Nemendur í 2.-10. bekk mæta í heimastofur og eru boðnir velkomnir í skólann. Stundatafla er afhent og farið yfir skólaárið. Í framhaldi af því hefst kennsla en á fyrsta degi er uppbrotsdagur sem er nýttur í hópefli og er kennsla til kl. 11:00. Nemendur í 1. bekk mæta á skólasetningu á sal og fara svo í heimastofur og taka þátt í uppbrotsdegi.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum fyrsta daginn og sérstaklega á skólasetningu 1. bekkjar.

 

Samtalsdagur

Tveir samtalsdagar eru á skólaárinu. 19. september og 29. janúar. Fyrra samtalið nýta umsjónarkennarar til að undirbúa skólaárið. Seinna samtalið er nemendastýrt og undirbúið með nemendum þar sem þeir segja foreldrum frá eigin námi og markmiðum.

 

Vetrarfrí

Vetrarleyfi Akurskóla er sett í tvennu lagi þetta árið. Fyrra er á haustönn 25. og 28. október. Seinna vetrarleyfið er á vorönn 21. febrúar. Vetrarleyfi er tilgreint með appelsínumgulum lit á dagatalinu. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið er lokað.

 

Aðventan

Á aðventunni er skólinn settur í hátíðarbúning í samvinnu nemenda og kennara.

Einu sinni á aðventunni gefst nemendum kostur á að fá hátíðarmat í skólanum. Þá þjónar starfsfólk Akurskóla nemendum til borðs.

 

Jólahátíð

Jólahátíð er haldin hátíðleg á síðasta skóladegi fyrir jólafrí 20. desember. Þá flytja nemendur í 5. bekk helgileik eða jólaleikrit.

Jólahátíðin er haldin í íþróttasal Akurskóla þar sem allir eru saman að dansa kringum jólatréð og nokkur atriði eru á sviði. Eftir þessa stund fara allir í sínar heimastofur þar sem hefð er fyrir því að nemendur skiptist á pökkum og umsjónarkennari lesi upp jólasögu.

Nemendur dvelja um eina og hálfa klukkustund í skólanum og halda að þeim tíma loknum heim í jólafrí. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag og þar til skólahald hefst aftur.

 

Þrettándinn

Í kringum þrettándann gerum við okkur glaðan dag. Nemendur koma í 2-3 hópum niður í Narfakotsseylu sem er útikennslusvæðið okkar. Þar kveikjum við varðeld og gæðum okkur á piparkökum og heitu súkkulaði. Einnig er skotið upp flugeldum fyrir hvern hóp.

 

Öskudagur

Á öskudegi er hefðbundið skólastarf brotið upp. Nemendur mæta kl. 8.30 og þeir nemendur sem eru ekki í frístund eru til kl. 10.40 í skólanum. Á þeim tíma fara nemendur í 1. – 5. bekk á milli stöðva sem eru um allan skóla og íþróttahús. Nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í menntastríði þar sem mikið hópefli á sér stað.

Hefð er fyrir því að nemendur og starfsfólk mæti í furðufötum eða grímubúningum.

 

Árshátíð

Árshátíð nemenda í 1. – 6. bekk er 4. apríl. Nemendur mæta prúðbúnir með forráðamönnum og/eða ættingjum sínum í íþróttasal skólans. Þar flytja nemendur ýmis atriði sem þeir hafa æft vikurnar á undan. Að sýningu lokinni fara nemendur með forráðamönnum og/eða ættingjum í sitt kennslurými og býður skólinn uppá köku, kaffi og djús. Frístundaheimilið er lokað og því fara nemendur heim að árshátíð lokinni.

Árshátíð nemenda í 7. – 10. bekk er haldin kvöldið áður þann 3. apríl á sal skólans. Allir árgangar eru með atriði og að þeim loknum er diskótek fyrir nemendur.

 

Skólaslit

Skólaslit verða 6. júní.

Nemendur mæta til skólaslita sem hér segir:

  1. – 9. bekkur: kl. 9:00 í íþróttahúsi Akurskóla.

Eftir skólaslit hjá 1. – 9. bekk fara nemendur með umsjónarkennurum sínum og fá afhent hrósskjöl og vitnisburð.

Við útskrifum nemendur 10. bekkjar síðdegis 6. júní. Athöfn verður á sal skólans og síðan verður boðið upp á veitingar. Nemendur fá afhent hrósskjöl, viðurkenningar og vitnisburð.

 

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla