Sjálfsmat

Skipulag innra mats í Akurskóla byggir á grunnskólalögum og aðalnámskrá grunnskóla.

Mat á starfi skóla hefur þann tilgang að tryggja að réttindi barna og ungmenna séu virt og þau fái þá menntun og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Mat á skólastarfi er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir og er hér kallað innra mat. Hins vegar er um að ræða mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila og er nefnt ytra mat. 

Markmið mats og eftirlits er einkum þríþætt. Í fyrsta lagi að fylgjast með að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskráa. Í öðru lagi að auka gæði skólastarfsins og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Í þriðja lagi að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Sjálfsmatsáætlun er sett upp til þriggja ára í senn og er síðan birt á heimasíðu skólans. Áætlun hvers árs er yfirfarin að hausti og kynnt á starfsmannafundi.

Sjálfsmatsáætlun 2021-2025.

Stjórnendur fylgja eftir sjálfsmatsáætlun, aðstoða við fyrirlögn kannana, vinna úr niðurstöðum þeirra og sjá til þess að kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum, nemendum, foreldrum og birta þær á heimasíðu.

Niðurstöður sjálfsmats 2023-2024

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2023-2024. Birt 19. júní 2024.

Niðurstöður sjálfsmats 2022-2023

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2022-2023. Birt 19. júní 2023.

Niðurstöður sjálfsmats 2021-2022

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2021-2022. Birt 19. júní 2022.

Umbótaáætlun 2022-2023

Niðurstöður sjálfsmats 2020-2021

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2020-2021. Birt 21. júní 2021.

Umbótaáætlun 2021-2022

Niðurstöður sjálfsmats 2019-2020

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2019-2020. Birt í júní 2020. 

Umbótaáæltun 2020-2021

Niðurstöður sjálfsmats 2018-2019

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2018-2019. Birt í ágúst 2019

Umbótaáætlun 2019-2020

Niðurstöður sjálfsmats 2017-2018

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2017-2018. Birt 15. júní 2018

Umbótaáætlun fyrir skólaárið 2018-2019. Birt í október 2018

Niðurstöður sjálfsmats og ytra mats 2016-2017

Skýrsla Menntamálstofnunnar um ytra mat á Akurskóla haustið 2016

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla 2016-2017. Birt 25. júní 2017

Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats

Umbótaáætlun Akurskóla fyrir skólaárið 2017-2018

Niðurstöður sjálfsmats 2015-2016

Sjálfsmatsskýrsla 2015-2016 - birt 23. júní 2016 - PDF skjal eða Flettibók á netinu

Niðurstöður sjálfsmats 2014-2015

Sjálfsmatsskýrsla 2014-2015 - birt 22. júní 2015

Niðurstöður sjálfsmats 2013-2014

Sjálfsmatsskýrsla 2013-2014 - birt 23. júní 2014

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla