Viðbragðsáætlun við samskiptavanda eða einelti
Eyðublað - Tilkynning til skóla vegna gruns um samskiptavanda eða einelti.
Í Akurskóla leggjum við áherslu á að allir starfsmenn og nemendur séu meðvitaðir um hvað einelti er, hvernig það birtist og hvernig við samræmum viðbrögð við því. Einelti er ekki liðið undir neinum kringumstæðum og flokkast sem brot á skólareglum. Allt starfsfólk skólans þarf að vera vakandi fyrir líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð nemenda.
Hvað er einelti?
- Einelti er endurtekin athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, móðga,
særa, mismuna, útskúfa eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
Einelti hefur margar birtingarmyndir en það getur falist í móðgun, særandi orðræðu,
ógnun, baktali, útbreiðslu lyga og líkamsmeiðingum svo eitthvað sé nefnt.
Stundum er einelti augljóst öllum sem vilja sjá það en oft er það mjög dulið og alls
ekki augljóst.
Hvað geta foreldrar gert?
Hér er að finna góðan gátlista ef grunur kemur upp um samskiptavanda eða einelti.
Meðferð eineltismála
Ef grunur vaknar um einelti er unnið eftir samræmdum verklagsreglum Reykjanesbæjar.
Eineltisteymi Akurskóla
Í eineltisteymi Akurskóla sitja námsráðgjafi, deildarstjóra stiga og eftir atvikum eru kallaðir til umsjónarkennarar viðkomandi árganga. Teymið fylgir eineltisáætlun skólans, heldur reglulega fundi, er með fræðslu um eineltismál og heldur þannig áætlun skólans lifandi. Það ber ábyrgð á framkvæmd áætlunar, heldur fundargerðir og upplýsir skólastjórnendur um gang mála sem hafa borist teyminu.
Teymið er ráðgefandi fyrir starfsfólk skólans, nemendur og forráðamenn.
- Beiðni um leyfi
- Eyðublöð
- Innritun
- Læsisstefna Reykjanesbæjar
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Mötuneyti og matseðill
- Nemendaráðgjafi
- Persónuverndarstefna Akurskóla
- Röskun á skólastarfi vegna veðurs
- Skólaheilsugæsla
- Stoðþjónusta - Verklagsreglur
- Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Akurskóla
- Valgreinar
- Viðbrögð við vá
- Viðbrögð gegn einelti
- Viðbrögð vegna flensufaraldurs
- Viðmið um mætingar
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.