Stoðþjónusta – Verklagsreglur fyrir móttöku beiðna um stuðnings-, sérkennslu eða aðra þjálfun í Akurskóla.

Þessar verklagsreglur gilda í Akurskóla og er ætlað að tryggja skilvirka og samræmda meðferð beiðna um sérkennslu og stuðningskennslu í skólanum.

Verklagsreglurnar eru settar samkvæmt reglugerð nr. 585/2010 um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla og lögum nr. 91/2008 um grunnskóla.

Stuðningskennsla: Kennsla sem er veitt nemendum sem fylgja hæfniviðmiðum árgangsins til viðbótar við almenna kennslu til að styðja við nám þeirra og bæta námsárangur.

Sérkennsla: Kennsla sem er sérstaklega sniðin að þörfum nemenda með sérþarfir og fer fram í samræmi við einstaklingsnámskrá.

Nemendur með sérþarfir: Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar.

Hver getur sent beiðni: Foreldrar/forráðafólk, umsjónarkennari eða skólastjórnendur geta komið beiðni um sérkennslu/stuðningskennslu á framfæri.

Til hvers skal beina beiðni: Beiðni skal beina til umsjónarkennara barnsins, deildarstjóra stoðþjónustu eða annarra skólastjórnenda.

Form beiðninnar: Beiðnin þarf ekki að vera á sérstöku formi. Í beiðninni ætti að koma fram:

Nafn nemanda og kennitala
Bekkur
Ástæða beiðninnar
Lýsing á þeim erfiðleikum sem nemandinn á við
Óskir  varðandi stuðning

1. Móttaka beiðna:

  • Foreldrar/forráðafólk eða kennarar óska eftir stuðningskennslu/sérkennslu hjá deildarstjóra stoðþjónustu, umsjónarkennara eða öðrum skólastjórnendum.

2. Upplýsingasöfnun:

  • Deildarstjóri stoðþjónustu safnar nauðsynlegum upplýsingum um nemandann frá kennurum og öðrum sérfræðingum skólans og leikskóla eða öðrum skóla ef það á við.

3. Mat á þörfum:

  • Deildarstjóri ásamt öðrum fagaðilum innan skólans metur þörf nemandans fyrir stuðningskennslu eða sérkennslu byggt á upplýsingum frá foreldrum, kennurum og öðrum fagaðilum ásamt greiningagögnum ef þau liggja fyrir.

4. Áætlun um stuðning er útbúin í samráði við foreldra og nemanda  ef ósk um stuðningskennslu er samþykkt.

  • Áætlun vegna stuðningskennslu eða sérkennslu er unnin í Mentor og sýnileg foreldrum þar. Foreldrar fá eyðublaðið til rafrænnar undirritunar þar sem kemur fram hvort nemandi er undanþegin einhverri námsgrein, hvaða námskrám er unnið í eða hvaða aðra þjálfun nemandi fær í skólanum og hvort um er að ræða stuðningskennslu eða sérkennslu. Skjalið er vistað í skjalavistunarkerfi Reykjanesbæjar, GoPro.

5. Framkvæmd stuðnings- og sérkennslu:

  • Kennarar, sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og aðrir sérfræðingar innan skólans sinna stuðningskennslunni/sérkennslu samkvæmt áætlun.
  • Reglulegt eftirlit er haft með framvindu nemandans og stuðningsáætlun endurskoðuð eftir þörfum.

6. Endurmat og eftirfylgni:

  • Árlegt endurmat á stuðningsþörfum nemandans er framkvæmt.

Athugið: Þessar verklagsreglur eru leiðbeinandi og ætlaðar til að tryggja samræmda meðferð á beiðnum um sérkennslu og stuðningskennslu í Akurskóla. Í einstökum tilvikum getur verið þörf á að víkja frá þeim.

 

Verklagsreglur endurskoðaðar haust 2024

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla