Verðlaun fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ
Þriðjudaginn 8. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Uppbrot var gert á kennslu og öllum nemendum skólans var boðið á athöfnina sem fram fór í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnum. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Margir höfðu orð á því að “fyrsti sumardagur ársins” hafi litið dagsins ljós þegar börnin hlupu hringina. Hver hringur er 2,5 km og voru veittar viðurkenningar til þeirra sem hlupu fjóra hringi eða fleiri. Veitt voru verðlaun fyrir flesta kílómetra að meðaltali hvers árgangs. Sigurvegarar í ár voru 4., 6. og 9. bekkur.
Ár hvert er keppt um gullskóinn en sá bekkur sem gengur oftast í skólann hreppir hann. Þátttaka var virkilega góð á meðal nemanda þetta skólaárið. Í ár voru það nemendur í 4., 7. og 10. bekk sem hlutu gullskóinn. Myndir í myndasafni skólans.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.