26. ágúst 2024

Skólasetning - nýtt skólaár hafið

Skólasetning - nýtt skólaár hafið

Föstudaginn 23. ágúst var Akurskóli settur fyrir skólaárið 2024-2025. Nú er að hefjast 20. starfsár Akurskóla og mættu glaðir og spenntir nemendur í skólann í dag, tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins.  Nemendur í 1. bekk mættu á sal Akurskóla ýmist spenntir eða dálítið kvíðnir í fylgd með foreldrum sínum til að taka fyrstu skrefin inn í skólastarfið. Fengu allir nemendur rós og fóru brosandi í sitt rými eftir athöfnina á sal skólans.

Nemendur úr 2. til 10. bekk fóru á sama tíma í heimastofur sínar þar sem þeir hittu kennara sína og bekkjarfélaga eftir sumarfríið. Þar fengu nemendur upplýsingar um komandi skólaár.

Fyrsta kennsludaginn var áhersla lögð á hópefli og félagslegan styrk nemenda. Ýmsir skemmtilegir og skapandi hópeflisleikir voru á dagskrá sem stuðluðu að jákvæðri stemningu og þéttari tengslum meðal nemenda.

Þar sem um var að ræða skertan skóladag, lauk öllum skólastarfi klukkan 11:00. Þrátt fyrir stuttan dag var stemningin létt og góður andi ríkti yfir skólanum.

Við óskum öllum nemendum og starfsfólki Akurskóla velfarnaðar og góðs gengis á nýju skólaári!

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla