5. september 2024

Setning Ljósanætur í Akurskóla

Setning Ljósanætur í Akurskóla

Setning Ljósanætur í Akurskóla

Mikil gleði og eftirvænting var í skólanum í dag vegna setningar Ljósanætur. Nemendur í 3. Og 7. Bekk fór með strætó í skrúðgarðinn í Keflavík á setninguna en þar var stóri Ljósanæturfáninn dreginn að húni. Hermann Borgar Jakobsson formaður ungmennaráðs dró fánann að húni en hann er fyrrum nemandi Akurskóla. Að því loknu steig Friðrik Dór á svið og söng nokkur lög.

Eftir hádegismat þá var haldin okkar eigin hátíð. Byrjað var á því að draga Ljósanætur-, Reykjanesbæjar-, og Akurskólafána að húni en það voru Júlíana Freyja Jóhannsdóttir 3. bekk, Natalía Steinunn Clausen 6. bekk og Daníel Darri Magnússon 8. bekk sem flögguðu fánunum. Eftir það var farið á hinar ýmsu stöðvar eins og fótbolta, körfubolta, leiki, danspartý og andlitsmálningu.

Við óskum öllum gleðilegrar Ljósanætur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla