3. september 2024

Ný myndræn framsetning á viðmiðum

Akurskóli hefur gefið út nýja myndræna framsetningu á viðmiðum um ástundun sem nær einnig yfir seinkomur og símaatvik. Þessi viðmið styðjast að miklu leiti við þau viðmið um ástundun sem Reykjanesbær setti fram og Akurskóli hefur stuðst við síðustu ár. Nýju viðmiðin má sjá á meðfylgjandi mynd en einnig undir „Hagnýtt“ hér á heimasíðunni.

Umsjónarkennarar senda ástundun úr Mentor tvisvar sinnum í mánuði til foreldra/forsjáraðila en einnig er hægt að fylgjast með ástundun í Mentor appinu. Við viljum minna á mikilvægi reglulegrar skólasóknar og kynna ykkur ástundunarviðmið skólans. Viðmið þessi eru sett fram til að tryggja að nemendur fái sem besta menntun og stuðning.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband við umsjónarkennara ef þið hafið einhverjar spurningar eða áhyggjur varðandi ástundun barna ykkar. Samstarf heimilis og skóla er lykillinn að góðri skólagöngu.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla