1. september 2024

Loftgæði og viðbrögð

Loftgæði og viðbrögð

Við í skólanum fylgjumst náið með loftgæðum vegna eldgossins með hjálp loftgæðamæla sem yfirvöld hafa sett upp við Stapaskóla og leikskólann Akur. Mælarnir mæla bæði svifryk og lofttegundir eins og SO₂ og H₂S, og sýna mismunandi liti eftir loftgæðum: grænt, gult, appelsínugult, rautt og fjólublátt.

Ef loftgæði eru skilgreind með grænum eða gulum lit er óhætt að senda nemendur út í frímínútur. Loftgæði sem eru skilgreind með appelsínugulum lit eru eingöngu óholl fyrir viðkvæma ef þeir dvelja lengur en 10-15 mínútur úti, og sama gildir um svifryk. Hins vegar, ef einhver mælir sýnir appelsínugult, rautt eða fjólublátt, skoðum við stöðuna á öllum mælum áður en ákvörðun er tekin um að senda nemendur út.

Við leggjum mikla áherslu á öryggi nemenda okkar og munum halda áfram að fylgjast náið með loftgæðum til að tryggja að allir séu öruggir. Nánari upplýsingar um loftgæði má finna á loftgaedi.is.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla