15. október 2024

Líðanfundir í október

Líðanfundir í október

Framundan eru líðanfundir í Akurskóla. Foreldrar eru boðaðir til morgunfundar ásamt öðrum foreldrum úr árganginum.

Markmiðið með þessum fundum eru meðal annars að:

  • efla samstarf heimila og skóla
  • styrkja tengsl meðal foreldra
  • ræða líðan og félagslega stöðu barnanna

Á fundunum sitja foreldrar í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum og hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.

Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða í einlægni við aðra foreldra um líðan barna sinna í skólanum og er því  afar mikilvægt að minnsta kosti einn fulltrúi frá hverju barni/heimili mæti.

Fundirnir hefjast kl. 8.10 eða 8.30 á sal skólans og taka um eina kennslustund.

Fundirnir eru sem hér segir:

  • Fimmtudagur 17. október – 3. bekkur
  • Mánudagur 21. október – 5. bekkur
  • Þriðjudagur 22. október – 1. bekkur
  • Miðvikudagur 23. október – 8. bekkur
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla