Lestrarkeppni á unglingastigi í Akurskóla
Í nóvember stóð Akurskóli fyrir spennandi lestrarkeppni á unglingastigi þar sem kennarar og nemendur í 8., 9. og 10. bekk kepptust við að lesa í sem flestar mínútur. Keppnin hófst 4. nóvember og lauk 29. nóvember. Stigin voru reiknuð út frá meðaltali miðað við fjölda í hverjum árgangi og uppfærð daglega á vegg á unglingagangi.
Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:
- 8. bekkur: 112 stig
- Kennarar: 107 stig
- 10. bekkur: 51 stig
- 9. bekkur: 48 stig
Sigurvegarar keppninnar, nemendur í 8. bekk, fengu verðlaun í formi pizzaveislu í hádeginu í dag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru þau mjög ánægð með sigurinn og nutu veislunnar til fulls.
Við óskum 8. bekk innilega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir frábæra þátttöku og lestrarátak!
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.