Leikgleði með sögum og söng
Leikgleði með sögum og söng fyrir 1. og 2. bekk
Verkefnið Leikgleði með sögum og söng er sameiginlegt verkefni allra grunnskóla Reykjanesbæjar. Í þessu verkefni er lögð áhersla á leik og söng í kennslu. Ýmis verkefni verða og hafa verið unnin í vetur tengt þessu. Nemendur í 1. og 2. bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag en þá komu þær Birta og Imma í heimsókn með skuggaleikhús. Fluttu þær skuggaleikritið Amma og draugarnir og skemmtu nemendur sér stórvel.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.