Krufning hjá 9. bekk
Miðvikudaginn 14. desember krufðu nemendur í 9. bekk svínahjörtu undir leiðsögn náttúrugreinakennara. Nemendur fengu einnig að skoða tungu, barka, vélinda, lungu, lifur og nýru. Nokkrir prufuðu að blása upp lungun til að sjá hvernig þau þenjast út. Með þessu verkefni lauk yfirferð á meltingarfærum, öndunarfærum, úrgangslosunarkerfi, ónæmiskerfi og blóðrásarkerfi í faginu. Meðal lýsingarorða sem nemendur notuðu um kennslustundina voru: áhugavert, æði, skemmtilegt, hryllilegt, fróðlegt, ógeðslegt, gaman og skrítið. Kennarar höfðu virkilega gaman af að fylgjast með áhugasömum nemendum.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.