Jólahurðakeppni 2024
Ár hvert skreyta nemendur hurðina inn í sína kennslustofu. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar frá hverju stigi. Hurðirnar eru hver öðrum glæsilegri og heldur betur erfitt verk fyrir dómara að velja fallegustu hurðina. Í ár var það í höndum Vigdísar Karlsdóttur kennsluráðgjafa, Birnu Óskar Óskarsdóttur deildarstjóra í Stapaskóla og Rannveigar Jónínu Guðmundsdóttur deildarstjóra stoðþjónustu í Stapaskóla að velja þá hurð sem þótti skara fram úr. Það voru nemendur í 4. bekk sem sigruðu á yngsta stigi en til gamans má geta að þessi árgangur hefur sigrað undan farin ár. Nemendur í 5. bekk sigruðu á miðstigi og á unglingastigi var það 9. bekkur sem vann.
4. bekkur
9. bekkur
5. bekkur
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.