Hvað er hollt nesti?
Börn og unglingar þurfa holla og góða næringu til að fá notið sín sem best. Sýnt hefur verið fram á að börn sem borða hollan mat standa betur að vígi og eiga auðveldara með að einbeita sér. Akurskóli vill leggja áherslu á hollt skólanesti og hafa þar með jákvæð áhrif á lífshætti, heilsu og almenna velferð nemenda.
Hér má finna upplýsingar um mötuneyti og hollt og gott nesti.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.