19. ágúst 2024

Fyrsti skóladagurinn 23. ágúst

Fyrsti skóladagurinn 23. ágúst

Nú styttist í að skólastarf hefjist í Akurskóla þetta haustið.

Fyrsti dagurinn er föstudagurinn 23. ágúst. Þessi dagur verður skertur skóladagur hjá nemendum í 1. - 10. bekk og notum við hann fyrir hópefli og til að undirbúa starfið fram undan með nemendum. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum þennan dag og verða með hópinn sinn til 11:00. Frístund hefst kl. 11.00 þennan dag fyrir nemendur sem þar eru skráðir.

Nemendur í 1. bekk mæta kl. 8:20 á sal með foreldrum sínum þar sem nemendur verða boðnir formlega velkomnir. Þeir halda svo í stofur með sínum umsjónarkennurum og eru í skólanum til kl. 11:00. Nemendur í 1. bekk sem eru skráðir í frístund geta komið í frístund kl. 11:00 kjósi foreldrar það.
Nemendur í 2. - 6. bekk mæta kl. 8:20 og dvelja í skólanum til 11:00. Frístund opin fyrir þau börn í 2. - 4. bekk sem þar eru skráð.
Nemendur í 7. - 10. bekk mæta frá kl. 8:30 - 11:00 og verja deginum með umsjónarkennara sínum.

Mikil þjóðfélagsumræða hefur verið undanfarin misseri um skjánotkun barna og unglinga. Við viljum minna á að nemendum í 1. - 7. bekk er óheimilt að koma með síma í skólann. Við sáum jákvæða þróun á síðasta skólaári að foreldrar héldu símunum heima og hafði það jákvæð áhrif á félagsþroska og samskipti nemenda. 

Við hlökkum til samstarfsins skólaárið 2024-2025.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla