12. ágúst 2024

Frístund og upphaf skólaárs

Frístund og upphaf skólaárs

Á föstudaginn hófst sumarfrístund hjá 1. bekk. Opnunartími frístundar verður eins og áður var auglýst frá kl. 9:00 til 15:00. Við minnum á að 15. ágúst opnar frístund kl. 10:00. Við hvetjum foreldra sem ætla að nýta frístund í vetur að fara inn á mitt Reykjanes til að skrá nemendur. Frekari upplýsingar um frístund veitir Björgvin Margeir Hauksson, forstöðumaður frístundar. Hægt er að hafa samband við hann í síma frístundar 895-4551 eða í netfangið bjorgvin.m.hauksson@akurskoli.is

Skólabyrjun Akurskóla verður föstudaginn 23. ágúst, en frekari upplýsingar koma til með að birtast á heimasíðu skólans og í tölvupósti til foreldra þegar nær dregur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla