20. nóvember 2024

Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla

Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla

Föstudaginn 15. nóvember  héldum við Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í Akurskóla.

Viðburðir dagsins hófust með því að nemendur í 2. til 6. bekk komu á sal þar sem flutt voru glæsileg atriði.

Nemendur í 1. bekk, ásamt elstu nemendum í leikskólunum Akri og Holti, fengu heimsókn frá Áslaugu Jónsdóttur rithöfundi. Áslaug er m.a. höfundur bókarinnar Gott kvöld og bókanna um Stóra skrímslið og Litla skrímslið.

Dagurinn endaði á því að nemendur í 7. til 10. bekk komu á sal þar sem spurningakeppni kennara og 10. bekkjar var haldin. Í liði nemanda voru Kári Ásmundsson, Viktor Þórir Einarsson og Ægir Aron Dearborn og í liði kennara voru Ingigerður Sæmundsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Þorgrímur Guðni Bjarnason. Mikil harka og keppnisskapið mikið en að lokum þá voru það kennarar sem báru sigur úr bítum.

Á Degi íslenskrar tungu er Stóra upplestrarkeppnin sett og af því tilefni þá lásu Lilja Valberg og Eydís Jóhannesdóttir ljóð en þær voru fulltrúar Akurskóla á keppninni í fyrra. Einnig afhentu þær nemendum í 7. bekk Stóru upplestrarkeppnispúltið.

Einnig hefst ljóðakeppnin Akurpenninn á þessum degi en þessi keppni er haldin í minningu Magneu Ólafsdóttur fyrrum kennara Akurskóla. Nemendur á miðstigi taka þátt í þeirri keppni og verða úrslit kunngjörð á jólahátíðinni 20. desember.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla