24. september 2024

Bekkjarnámskrá fyrir skólaárið 2024-2025 hafa verið birtar

Bekkjarnámskrá fyrir skólaárið 2024-2025 hafa verið birtar

Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Akurskóla skiptist í almennan hluta og starfsáætlun skólans. Innan starfsáætlunar skólans eru bekkjarnámskrár. Þeim er skipt eftir árgöngum og þar koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, námsmat, hæfniviðmið hverrar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.

Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2024-2025 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla