Frakkland
Frakkaland, Belz - Comenius project, Children protecting the planet.
Miðvikudagurinn 29.janúar: Við komum til Auray. Byrjað var á því að bjóða okkur velkomin með því að hittast öll á veitingastaðnum „La pause gourmande“ þar sem allir kynntu sig.
Fimmtudagurinn 30.janúar: Heimsókn í skólann. Við heimsóttum grunnskóla í Belz þar sem meðlimir Comeníusarteymisins starfa. Fyrst fórum við á sal þar sem nemendur sungu lög og sýndu dansa. Síðan tók við kynningar frá hverju landi. Okkar kynning gekk vel og margar spurningar komu í kjölfarið frá nemendum.
Eftir hádegið fengum við að labba um skólann og heimsækja ákveðna bekki. Við heimsóttum 4.bekk. Í þeim bekk eru 24 nemendur og einn kennari. Enginn stuðningur er í bekknum og kom það okkur mikið á óvart því bekkurinn er kraftmikill og mikið um einstaklinga með einstaklingsnámskrá. Kennarinn fylgir einnig sínum nemendum út í frímínútur.
Skólakerfið þarna er frekar frábrugðið okkar. Nemendur mæta virka daga í skólann en það er alltaf frí á miðvikudögum. Skóladagurinn er langur eða frá 9.00 til 16.30. Kennarar hafa talað fyrir því að breyta þessu en ekki fengið neinn hljómgrunn. Nú er verið að ræða um að bæta inn miðvikudögum en stytta ekki skóladaginn. Frekar á að lengja hádegishléið í 2 klst og 30 min. Við það eru kennara ekki sáttir.
Um kvöldið fór hópurinn saman út að borða á stað sem heitir Soirée cabaret, frábært hópefli.
Föstudagurinn 31.janúar: Þessi dagur fór í ferðalög um Brittany og skoðuðum við m.a. Table des marchands og ströndina Quiberan Peninsula.
Klukkan 18.30 sýndu nemendur þjóðdansa ásamt atvinnudönsurum í Þjóðbúningum. Við fengum kynningu á búningunum og dönsunum og að sjálfsögðu fengum við að dansa líka
Laugardagurinn 1.febrúar: Hópurinn fór saman á útmarkað í Vannes og eftir hann var leiðsögn um gamla bæinn. Dagurinn endaði þar sem við borðuðum saman á ítölskum veitingastað þar sem farið var yfir síðustu daga.
Sunnudagurinn 2.febrúar: Við lögðum af stað heim og á þessum degi var skipulagðri dagskrá lokið.
Þessi ferð var í alla staði skipulögð, skemmtileg og lærdómsrík. Að sjá franska skólakerfið stóð klárlega uppúr og þá aðallega aðstöðu kennara.
Comeniusarkveðjur,
Sólveig Silfá og Sóley Margeirsd.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.