Deildarstjóri stoðþjónustu

Næsti yfirmaður skólastjóri. Undirmenn: Kennarar og aðrir sem vinna við stoðþjónustu skólans s.s. þroskaþjálfar, sérkennarar og stuðningsfulltrúar.

Helstu verkefni:

  • Er ábyrgur fyrir verkefnastjórn sérkennslu og stoðþjónustu skólans.
  • Að skipuleggja og hafa umsjón með námsaðstoð; stuðnings- og sérkennslu.
  • Að annast úrvinnslu og túlkun greiningargagna og beiðna um aukna námsaðstoð og þjónustu við nemendur.
  • Að bera ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa í samvinnu við kennara og þroskaþjálfa
  • Að aðstoða kennara við gerð einstaklingsmarkmiða í námi.
  • Að vinna með aðstoðarskólastjóra við að skipuleggja störf þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa.
  • Að vera tengiliður við umsjónarkennara og foreldra nemenda sem njóta sérstaks námsstuðnings.
  • Annast áætlana- og skýrslugerð vegna sér- og stuðningskennslu.
  • Að sitja nemendaverndarráðsfundi og skilafundi.
  • Stýrir vinnu í byrjendalæsi og skráir kennara á námskeið því tengdu.
  • Heldur utan um, skipuleggur og tekur þátt í að leggja fyrir skimanir í samstarfi við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
  • Önnur störf sem skólastjóri felur verkefnastjóra og falla undir stoðþjónustu.
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla