Deildarstjóri
Deildarstjóri hefur forystu í faglegu starfi í viðkomandi deild og fylgist með því að unnið sé í samræmi við skólanámskrá og innri markmið skólastarfsins á hverjum tíma. Deildarstjóri situr vikulega samráðsfundi með öðrum stjórnendum.
Næsti yfirmaður er skólastjóri.
Undirmenn: Starfsmenn á stiginu.
Skólastjóri getur falið deildarstjóra umsjón annarra tímabundinna verkefna í skólastarfinu svo og staðgengilshlutverk í fjarveru annarra skólastjórnenda.
Helstu verkefni:
- Stjórnun daglegra starfa kennara.
- Skipulag námsefnis, kennsluhátta, kennsluáætlana og námsmats.
- Skólaþróun og stefnumörkun skólastarfsins.
- Framkvæmd markmiða Aðal- og skólanámskrár .
- Tekur þátt í mati á skólastarfi og annast framkvæmd ýmissa kannanna í skólanum.
- Annast innkaup og pantanir námsefnis í samráði við aðstoðarskólastjóra.
- Annast, ásamt aðstoðarskólastjóra, undirbúning og framkvæmd samræmdra prófa.
- Sækir um undanþágur og sérstuðning í samræmdum prófum í samvinnu við verkefnastjóra stoðþjónustu og kennara.
- Að annast stjórnun agamála í samráði við skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, starfsmenn, forráðamenn og nemendur.
- Að fylgjast með mætingum nemenda í samráði við skólastjóra, starfsmenn, forráðamenn og nemendur.
- Að skipuleggja og stjórna undirbúningi og framkvæmd þemadaga, ferðalaga, árshátíða og félagslífs í samráði við starfsmenn skólans.
- Stýrir Litlu- og Stóru upplestrarkeppninni.
- Er í samstarfi við leikskóla á svæðinu og stýrir verkefninu Brúum bilið.
- Aðstoðar nemendur, forráðamenn og starfsmenn við að finna úrræði vegna náms og/eða hegðunarörðugleika nemenda.
- Situr í nemendaverndarráði.
- Að halda reglulega deildarfundi og stjórna framkvæmd þeirra.
- Að funda reglulega með öðrum stjórnendum skólans.
- Að fylgjast með nýjungum á sviði kennsluhátta og námsefnis.
- Útbýr skipulag á leikvöllum á skólalóð.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.