4. júní 2024

Vorhátíð Akurskóla

Vorhátíð Akurskóla

Vorhátíð Akurskóla 2024

Það ríkti mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki Akurskóla í dag en þá var haldin vorhátíð. Keppt var í ýmsum greinum eins og snaggolfi, fótbolta, stígvélakasti, sippi og fleiru. Hver árgangur átti sinn lit og voru nemendur í öllum regnbogans litum á ferðinni um skólann.

Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu sem 10. bekkur stýrði glæsilega. Eftir það hófst keppnin. Að henni lokinni var pylsupartý í boði skólans. Að lokum fóru allir í íþróttahúsið þar sem VÆB bræður skemmtu lýðnum. Foreldrafélag Akurskóla bauð uppá atriðið og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Sigurvegarar vorhátíðar voru 4. bekkur, 6. bekkur og 10. bekkur.

Myndir af hátíðinni eru í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla