7. júní 2023

Vorhátíð Akurskóla

Vorhátíð Akurskóla

Í dag var haldin vorhátíð Akurskóla. Litríkir nemendur mættu í skólann og hófu daginn á skrúðgöngu sem var faglega stýrt af nokkrum nemendum úr nemandaráði. Eftir það hófst keppni milli árganga í hinum ýmsu þrautum. Samkeppnin var gríðarleg en fór svo að nemendur í 4., 6. og 10. Bekk sem sigruðu og fengu viðurkenningarskjal. Slegið var upp pylsupartýi og kom tónlistarmaðurinn Blaffi og skemmti nemendum. Einnig kepptu nemendur 10. bekkjar í skotbolta við starfsmenn skóla og voru það starfsmennirnir sem báru sigur úr bítum.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla