Skemmtileg nemendastýrð foreldraviðtöl í 3. bekk
Nemendastýrð foreldraviðtöl eru mikilvægur þáttur í skólastarfi Akurskóla þar sem nemendur taka virkan þátt í að miðla upplýsingum um nám sitt og framfarir til foreldra. Tilgangur þessara viðtala er að efla ábyrgð nemenda á eigin námi, auka sjálfstraust þeirra og bæta samskipti milli nemenda, foreldra og kennara. Með því að undirbúa og leiða viðtölin læra nemendur að setja sér markmið, meta eigin frammistöðu og tjá sig á skýran og markvissari hátt.
Í 3. bekk voru skemmtileg nemendastýrð foreldraviðtöl þann 29. janúar. Nemendur höfðu undirbúið veggspjöld þar sem þeir sýndu styrkleika sína, lesin orð á mínútu í síðustu lesfimikönnun og það sem þeim fannst skemmtilegt í skólanum ásamt ýmsu öðru markverðu. Þessi veggspjöld voru notuð sem grunnur í samtölunum og hjálpuðu nemendum að miðla upplýsingum á skapandi og sjónrænan hátt. Foreldrar fengu tækifæri til að sjá hvernig börnin þeirra upplifa nám sitt og hvað þeim finnst skemmtilegt og áhugavert í skólanum. Mikil ánægja var með viðtölin í 3. bekk en 92% foreldra sem svöruðu spurningu um ánægju með viðtölin sögðust vera mjög ánægð með samtalið.
Nokkrir nemendur í 3. bekk gáfu skólanum leyfi til að birta veggspjöld sín sem notuð voru sem grunnur í viðtalinu og má sjá mynd af þeim hér.
Hrós til kennara og nemanda í 3. bekk Akurskóla fyrir skemmtilega útfærslu á samtölunum.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.