5. mars 2025

Öskudagur

Öskudagur

Það var sannarlega litríkur dagur í skólanum okkar í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í skrautlegum búningum og mátti sjá allt frá ofurhetjum til ævintýravera röltandi um gangana.

Nemendur í 1. til 5. bekk tóku þátt í fjölbreyttum stöðvum sem settar voru upp um allan skóla. Meðal stöðva var Just dance, how to draw, spil og leikir.

Eldri nemendur í 6. til 10. bekk tóku þátt í hinu árlega Menntastríði, þar sem þeir kepptu í ýmsum krefjandi þrautum sem reyndu á hina ýmsu færni. Keppnin var afar spennandi en að lokum var það hópur 5-svartir sem bar sigur úr bítum. Í verðlaun er pizzaveisla sem hópurinn fær seinna. Í hópnum voru Brynhildur, Aðalheiður, Pálmi, Elida, Ásbjörn, Daníel Darri, Daníel Hrafn, Alexander, Gestur, Rakel, Tómas, María og Katla.

Öskudagurinn er ávallt einn af hápunktum skólaársins og að þessu sinni var engin undantekning á því. Dagurinn einkenndist af gleði, samvinnu og góðum anda.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla