11. apríl 2025

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin eða upplestrarhátíðin var haldin í 4. bekk fimmtudaginn 10. apríl.  Nemendur höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn og æft sig af kappi vikurnar á undan keppninni. Það var greinilegt að æfingin skilaði sínum árangri því upplesturinn var einstaklega vel heppnaður.

Nemendum úr 3. bekk var boðið sem áhorfendum en á næsta ári munu þeir taka þátt í hátíðinni. Einnig var foreldrum boðið að hlíða á upplesturinn.

Sérstakur gestur á viðburðinum var Eva Sól Lucic en hún keppti fyrir hönd Akurskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Hún las ljóðið Maístjarnan eftir Halldór Laxnes af glæsibrag.

Viðburðinum var enn frekar lyft upp þegar nemandi úr 4. bekk, Auður Katla, spilaði lagið Krummi svaf í klettagjá á píanó. Tónlistin skapaði notalega stemningu og gaf keppninni enn meiri heildarsvip.

Kennarar og foreldrar voru einstaklega stoltir af frammistöðu nemenda og þeirri elju sem þeir sýndu í undirbúningnum. Það var augljóst að mikil vinna hafði verið lögð í æfingar heima og í skólanum, sem skilaði sér í glæsilegum viðburði sem allir viðstaddir munu eflaust muna lengi.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla