4. október 2024

List í Akurskóla

List í Akurskóla

Tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands – Ástarsaga úr fjöllunum

Fimmtudaginn 26. september 2024 fóru nemendur í 1.-4. bekk í Hljómahöllina til að njóta tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Leikarinn Jóhann Sigurðarson las og söng með hljómsveitinni verk byggt á sögunni Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur

Nemendur skemmtu sér vel en sumum þótti nokkur hávaði í hljóðfærunum.  Þetta var einstakt tækifæri fyrir nemendur að kynnast klassískri tónlist og njóta hennar.

List fyrir alla verkefnið – 3. október

Þann 3. október 2024 kom verkefnið List fyrir alla í Akurskóla með skemmtilegt verkefni sem kallast Svakalegar sögur. Nemendur í 3.- 5. bekk var boðið á sal og fengu að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.  Þetta verkefni miðar að því hvetja börn til ritunar og læsis og nýta sér spennandi aðferðir og læsi.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla