19. desember 2024

Jólahátíð og jólaleyfi í Akurskóla

Jólahátíð og jólaleyfi í Akurskóla

Föstudaginn 20. desember 2024 verður jólahátíð Akurskóla haldin. 

Nemendur mæta í heimastofur kl. 8:30. Jólaball í íþróttasalnum þar sem 5. bekkur sýnir jólaleikrit og eftir það verður dansað í kringum jólatréð. Að loknu jólaballi halda allir í sín rými þar sem nemendur eiga notalega jólastund saman. Nemendur halda heim um kl. 10:00. Frístundaskólinn Akurskjól er lokað þennan dag. 

Að jólahátíð lokinni hefst jólafrí nemenda og starfsfólks skólans. 

Skólahald hefst á nýju ári föstudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu.

Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla