20. desember 2024

Jólahátíð Akurskóla

Jólahátíð Akurskóla

Í dag var jólahátíð hjá nemendum og starfsfólki Akurskóla. Hátíðin hófst í íþróttahúsinu þar sem dagskrá fór fram. Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir og Maja Kuzmicka nemendur úr 10. bekk kynntu dagskrána og stóðu sig með prýði. Byrjað var á því að tilkynna um sigurvegara í Akurpennanum, ljóðasamkeppni Akurskóla, en í ár voru það nemendur í 6. bekk sem báru sigur úr bítum og hlutu Magneubikarinn. Það ljóð sem þótti standa upp úr var Akurskólaljóðið eftir Heiðdísi Klöru Hjartardóttur. Fékk hún viðurkenningarskjal og gjafabréf í ísbúðina Huppu.

Akurskólaljóðið

Virðing, gleði, velgengni

Í Akurskóla er blómstrandi engi

kennarar, nemendur og starfsfólk allt

passa uppá að hér sé allt svalt.

 

Hér eru allir duglegir að læra

hér hafa allir eitthvað fram að færa

við erum öll að gera okkar besta

til þess að bjarta framtíð klófesta.

 

Nemendur 5. bekkjar stigu síðan á stokk og sungu lagið 12 dagar jóla. Einstaklega vel gert hjá þeim og enduðu þau á því að stýra öllum í fjöldasöng þar sem sungið var Heims um ból. Að  lokum dönsuðu allir í kringum jólatréð við undirspil Skúla Freys Brynjólfssonar. Að dagskrá lokinni þá fóru allir í heimastofur og áttu notalega stund saman.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla