25. september 2024

Fánadagur heimsmarkmiðanna

Fánadagur heimsmarkmiðanna

Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er haldinn í annað sinn á Íslandi í dag 25. september. UN Global Compact og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa að deginum hér á landi.

Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu sína við heimsmarkmiðin og aðgerðirnar sem þau krefjast.

Akurskóli flaggar fánanum í fyrsta sinn í dag. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla