19. febrúar 2025

Barnabókagerð í 10. bekk - Akurinn

Barnabókagerð í 10. bekk - Akurinn

Fyrir áramót sökktu nemendur 10. bekkjar sér í að læra umhverfismennt í Akrinum sem er yfirheiti yfir samþættingu náttúrugreina, samfélagsgreina og upplýsinga- og tæknimenntar. Nemendur kynntust mörgum nýjum hugtökum og leiðum til að hugsa betur um nærumhverfi sitt. Þessi vinna endaði svo á mjög skemmtilegu verkefni þar sem krakkarnir völdu sér hugtak úr námsefninu og skrifuðu barnabók um efnið. Útkoman var stórskemmtileg og úr urðu margar frábærar bækur sem nýta mætti til að kenna yngri börnum að vernda náttúruna.

Hér má sjá nokkur dæmi:

Linda Líf - Flóki flokkar

Emilía Karen - Þórey lærir að flokka

Brynhildur - Maggi mörgæs

Kári - Ævintýri Steingríms og Njáls í eyðimörkinni

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla