9. apríl 2025

Árshátíð Akurskóla

Árshátíð Akurskóla

Það var mikil gleði og fjör í Akurskóla þegar árshátíð skólans fór fram dagana 3. og 4. apríl. Nemendur í 7. til 10. bekk hófu hátíðarhöldin fimmtudagskvöldið 3. apríl með glæsilegri dagskrá. Stemningin var frábær og salurinn fylltist af hlátrasköllum þegar nemendur skólans tróðu upp með sínum glæsilegu atriðum. Meðal atriða voru kennaragrín, Akur got talent og spurningakeppni en hápunktur kvöldsins var þó án efa þegar 10. bekkur sýndi myndbandið sitt. Að loknum skemmtiatriðum á sal var ball þar sem DJ Eisi þeytti skífum við mikla gleði. Leynigestur mætti á svæðið í boði nemendafélags Akurskóla og var það enginn annar en Patrik Atlason eða PBT.

Daginn eftir, föstudaginn 4. apríl, var komið að yngri nemendum að sýna sínar bestu hliðar. Nemendur í 1. til 6. bekk gáfu eldri nemendur ekkert eftir með ótrúlega fjölbreyttum atriðum. Söngur, upplestur og glæsileg tískusýning voru meðal þess sem gladdi augu og eyru áhorfenda.  Að loknum atriðum fengu nemendur og gestir að gæða sér á köku, safa og kaffi.

Árshátíðin í ár sannaði enn og aftur að í Akurskóla er ógrynni af hæfileikaríku ungu fólki sem á án efa eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla