30. apríl 2024

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Á hverju vori taka nemendur 4. bekkjar þátt í Litlu upplestrarkeppninni. Hún er undanfari Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.  Áhersla er á góðan og vandaðan upplestur. Þetta er einnig góð þjálfun í að koma fram fyrir áhorfendum í sal. Í þessari keppni standa allir uppi sem sigurvegarar en það þarfnast mikils hugrekkis að koma fram fyrir hóp af fólki.

  1. apríl var keppnin haldin hjá nemendum okkar í 4. bekk. Þeir hafa æft stíft síðustu vikur og stóðu þau sig með mestu prýði. Bjarni Freyr Valdimarsson nemandi í 4. bekk lék á píanó og stóð sig mjög vel. Einnig fluttu fulltrúar Akurskóla í Stóru upplestrarkeppninni ljóð en það voru Eydís Jóhannesdóttir og Lilja Valberg.

Til hamingju með frábæran árangur!

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla